köttur

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „köttur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall köttur kötturinn kettir kettirnir
Þolfall kött köttinn ketti kettina
Þágufall ketti kettinum köttum köttunum
Eignarfall kattar kattarins katta kattanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

köttur (karlkyn); sterk beyging

[1] ákveðin tegund katta (fræðiheiti: Felis silvestris catus), heimilisdýr af kattaætt
gælunafn: kisa
[2] spendýr af kattaætt
Orðsifjafræði
óþekkt
Framburður
IPA: [kʲʰöʰtːʏr̥]
Samheiti
kvendýr: læða (húnköttur)
karldýr: fress
afkvæmi: kettlingur
Undirheiti
[1] húsköttur (búköttur), flækingsköttur, hreysiköttur, fjósaköttur
[2] stórköttur, villiköttur
Málshættir
í myrkri eru allir kettir gráir/ allir kettir eru gráir í myrkri
Orðtök, orðasambönd
[1] vera eins og hundur og köttur
[1] ekki upp í nös á ketti
[1] fara í hund og kött
[1] fimur eins og köttur (vera liðugur)
[1] ganga um einhvers staðar eins og grár köttur/ vera eins og grár köttur einhvers staðar
[1] kaupa köttinn í sekknum
[1] leika sér að einhverjum eins og köttur að mús
Afleiddar merkingar
angóraköttur, desköttur (þefköttur), desmerköttur
apaköttur, fjallaköttur, ígulköttur
jólaköttur
Sjá einnig, samanber
[2] blettatígur, fjallaljón, hlébarði (pardusdýr), jagúar, ljón, skuggahlébarði, snæhlébarði, tígrisdýr (tígur)
hundur
Dæmi
[1,2] „Á miðöldum urðu svartir kettir einkennisdýr norna og áttu þær meðal annars að geta brugðið sér í kattarlíki. Svartur köttur gat því allt eins verið norn.“ (VísindavefurinnWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Vísindavefurinn: Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá?)
Rím
dröttur, hnöttur, knöttur

Þýðingar

Tilvísun

Köttur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „köttur
Íðorðabankinn426244